Mánudagur, 17. nóvember 2008
Götusmiðjan komin af stað á netinu
Götusmiðjan hefur tekið bloggið í þjónustu sína. Undanfarið hefur verið unnin ný stefna fyrir starfsemina sem snýr að því að nýta betur þennan miðil til að koma á framfæri brýnum málefnum og auka sýnileika Götusmiðjunnar. Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja hafa gert það að verkum að þetta hefur tekist og á komandi vikum og mánuðum verður leitast við að miðla eins miklu og tækifæri gefst til hér á síðunni.
Bloggsvæðið verður notað sem fréttamiðill og heimasvæði Götusmiðjunnar, sem almennt vefsvæði sem inniheldur beinar upplýsingar um Götusmiðjuna, starfsmennina og fleira.
Fylgstu með okkur hér... við erum komin til að vera, líkt og s.l. 10 ár!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.