Verndarengill Götusmiđjunnar í jólapakkann

picture_8.pngGötusmiđjan hefur nú hafiđ sölu á Verndarenglinum, líkt og gert hefur veriđ s.l. ár.  Verndarengill Götusmiđjunnar er seldur í minningu ţeirra sem hafa lotiđ í lćgra haldi í baráttunni viđ vímuefnin.

Verndarengillinn kemur í fallegri gjafaöskju sem er unnin og sett saman af nemum Götusmiđjunnar en allt andvirđi af sölu engilsins rennur óskiptur til starfseminnar og til áframhaldandi uppbyggingar á ađstöđu fyrir unglinga sem eiga ekki í nein önnur hús ađ venda. Verndarengillinn kostar 1.250 krónur. Verndarengillinn er lítiđ handgert skart úr tini sem hannađur er međ ţađ fyrir augum ađ hann fari vel sem nćla.  Mummi í Götusmiđjunni bjó sjálfur til engilinn og brćddi međ nemum úr smiđjunni, til ţess eins ađ afla tekna fyrir starfsemi Götusmiđjunnar.

Láttu Engil fylgja jólapakkanum! Verndarengill Götusmiđjunnar er skemmtileg viđbót í jólapakkann. Um leiđ og ţú gefur fallega gjöf styrkir ţú gott málefni og tryggir áframhaldandi uppbyggingu Götusmiđjunnar.

Verndarengillinn kostar 1.250 krónur.

Smelltu hér ef ţú vilt styrkja Götusmiđjuna eđa hér ef ţú vilt kaupa Verndarengil

Götusmiđja hóf í dag auglýsingaherferđ á Facebook, sem nú nćr til um 100.000 einstaklinga á landinu.


Myndir frá Götusmiđjukvöldinu

3057069820_4db5960c77_740281.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er slóđ á fleiri myndir


Ţakklćti er góđ tilfinning...

En ţađ er akkúrat sú tilfinnig sem er búin ađ vera ráđandi hjá mér eftir ađ Götusmiđjan var valin af Casa Herbalife sem styrkţegi. Kvöldiđ okkar á Grand hótel ţar sem fjöldi listamanna tróđu upp var í einu orđi frábćrt. Herbalife á Íslandi stóđ fyrir ţví og lćtur Götusmiđjuna njóta góđs af hagnađi miđasölu.

Önnur rós í hnappagat Herbalife bćđi fyrir snilldar skipulag og skemmtilega stemmingu. Ţeir listamenn sem komu fram Dr. Mister, Erpur, Sign, Raggi Bjarna og Ţorgeir, Friđrik Ómar og Stefán Hilmars kunna ţetta og stemmingin eftir ţví góđ.

Ţegar samstarfstyrkurinn var afhentur Götusmiđjunni fékk ég gamla skjólstćđinga sem eru ađ fóta sig í lífinu upp á sviđ međ mér. Ţar sem ég stóđ á sviđinu međ krökkunum mínum var ég ađ rifna úr stolti ţegar ég tók viđ samstarfstyrknum fyrir hönd ţeirra ungmenna sem eiga eftir ađ njóta hans.

Fyrir hönd nema og starfsfólks Götusmiđjunnar segi ég takk fyrir stuđninginn og hlakka til samstarfs međ ţessu frábćra fólki sem gera Herbalife.

Takk, takk
Kveđja Mummi
Frá krökkunum í tónlistarsmiđjunni

music_734151.jpgÍ Götusmiđjunni er rekin margvísleg starfsemi.  Eins og má sjá á vefsvćđi smiđjunnar byggir međferđin m.a. á s.k. "smiđjum".  Smiđjurnar eru 4: hestasmiđja, listasmiđja, mótorsmiđja, tónlistarsmiđja og tölvusmiđja.

Krakkarnir í listasmiđjunni takast á viđ margvísleg verkefni; málningu, tónlist, skrif og fleira.  Tónlistarhópurinn var ađ senda frá sér nýtt lag sem heitir Ţađ er líf.  Lagiđ er eftir einn af skjólstćđingum Götusmiđjunnar og einnig textinn.

Lagiđ er samiđ, flutt og hljóđritađ í Götusmiđjunni nú í nóvember. Söngvararnir eru nú ţegar í međferđ í Götusmiđjunni og verđur ekki greint frá nafni ţeirra ađ svo stöddu.  Allir ađrir sem ađ laginu koma; hljóđfćraleikarar, upptökufólk og ađrir sem lögđu hönd á plóg eru núverandi eđa fyrrverandi skjólstćđingar 

Öllum er frjálst ađ hlađa niđur laginu til eigin nota.  Smelliđ á slóđina hér ađ neđan til ađ ná í "Ţađ er líf" - samiđ, sungiđ og tekiđ upp í Götusmiđjunni


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

CASA HERBALIFE velur Götusmiđjuna til samstarfs

casahlf_afhendingmini_733961.jpg

Myndin er tekin föstudaginn 21. nóvember s.l., viđ formlega opnun Casa Herbalife í Götusmiđjunni. Aftari röđ frá vinstri: Óskar Finnsson, Jakob Örn Sigurđarson (KR), Jón Arnór Stefánsson (KR), Jón Óttar Ragnarsson. Fremri röđ frá vinstri: Margrét Hrafnsdóttir, Hrafn Ágústsson, Guđmundur Týr Ţórarinsson (Götusmiđjan), Wynn Roberts (EMEA region senior vice president and managing director), Kristín Hafdís Ottesen (Götusmiđjan), Břrre Gjersvik (Country Director Herbalife Nordic Countries). Ţeir sem ekki er merktir sérstaklega eru Sjálfstćđir dreifingarađilar og "International Presidents Team Members" í Herbalife

Götusmiđjan hefur veriđ valin eftir mikla skođun stjórnar Herbalife Family Foundation í höfuđstöđvunum í Los Angeles í ţetta samstarf og mun ţetta ţýđa umtalsverđa fjármuni til reksturs smiđjunnar á nćstu árum í formi fastra árlegra greiđslna og uppbyggingar viđ heimiliđ.

Međ framlaginu er stutt viđ ţađ starfs sem nú er í Götusmiđjunni og rennir ţađ stođum undir stćkkun og enn betri ađbúnađ fyrir hennar skjólstćđinga.  Er ţađ von CASA HERBALIFE ađ starfsemin muni áfram vaxa og dafna og Götusmiđjan sinni sínum skjólstćđingum vel, ađstođi viđ heilbrigđan lífsstíl og ađ sem flest draumaverkefni eins og upptökuver, tómstundaherbergi og annađ uppbyggjandi verđi ađ veruleika. 

hhb_733963.jpgHerbalife Family Foundation rekur nú yfir 36 CASA HERBALIFE um heiminn í dag og verđur CASA HERBALIFE á Íslandi ţađ fyrsta á Norđurlöndum. 

Götusmiđjan er ţakklát fyrir ţakklát og stolt af ţessum stuđningi CASA HERBALIFE og einmitt núna kemur ţessi stuđnignur á hárréttum tíma og ekki slćmt ađ tengjast ţessum gjöfula sjóđ fjármuna sem safnađ er á heimsvísu.  Gćti ekki komiđ á betri tíma. 

Upplýsingar um Casa Herbalife er ađ finna inná herbalifefamilyfoundation.org

Fleiri myndir frá afhendingu styrksins frá ţví föstudaginn eru á ţessari slóđ.

Vefur Götusmiđjunnar er á http://www.gotusmidjan.is/


Nýtt merki - ný ásýnd Götusmiđjunnar

gotusmidjanlogopeg.jpgGötusmiđjan hélt upp á 10 ára afmćli sitt í sumar.  Viđ ţađ tćkifćri var ákveđiđ ađ skapa smiđjunni nýja ásýnd.  Ámundi Sigurđsson, grafískur hönnuđur tók ađ sér ađ leggja grunn ađ nýju merki Götusmiđjunnar. 

Ámundi gerđi fjölmargar tillögur ađ nýju útliti, hverja ađra betri en markmiđiđ var ađ krakkarnir sjálfir hefđu áhrif á ţá tillögu sem endanlega yrđi valin.

Ţađ merki sem Götusmiđjan kynnir hér er einmitt niđurstađan af vali krakkanna sjálfra.  Ţau ákváđu merkiđ sín á milli og mörkuđu ţannig sjálf stefnuna sem götusmiđjan ćtlar ađ fylgja á nćstu misserum og árum.

Götusmiđjan ţakkar Ámunda Sigurđssyni fyrir veitta ađstođ og ómetanlega vinnu viđ nýja ásýnd.


Götusmiđjan komin af stađ á netinu

nike-dunk-low-black-neutral-grey-varsity-maize-1.jpgGötusmiđjan hefur tekiđ bloggiđ í ţjónustu sína. Undanfariđ hefur veriđ unnin ný stefna fyrir starfsemina sem snýr ađ ţví ađ nýta betur ţennan miđil til ađ koma á framfćri brýnum málefnum og auka sýnileika Götusmiđjunnar.  Fjöldi einstaklinga og fyrirtćkja hafa gert ţađ ađ verkum ađ ţetta hefur tekist og á komandi vikum og mánuđum verđur leitast viđ ađ miđla eins miklu og tćkifćri gefst til hér á síđunni.

Bloggsvćđiđ verđur notađ sem fréttamiđill og heimasvćđi Götusmiđjunnar, sem almennt vefsvćđi sem inniheldur beinar upplýsingar um Götusmiđjuna, starfsmennina og fleira.

Fylgstu međ okkur hér... viđ erum komin til ađ vera, líkt og s.l. 10 ár!

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband