CASA HERBALIFE velur Götusmiðjuna til samstarfs

casahlf_afhendingmini_733961.jpg

Myndin er tekin föstudaginn 21. nóvember s.l., við formlega opnun Casa Herbalife í Götusmiðjunni. Aftari röð frá vinstri: Óskar Finnsson, Jakob Örn Sigurðarson (KR), Jón Arnór Stefánsson (KR), Jón Óttar Ragnarsson. Fremri röð frá vinstri: Margrét Hrafnsdóttir, Hrafn Ágústsson, Guðmundur Týr Þórarinsson (Götusmiðjan), Wynn Roberts (EMEA region senior vice president and managing director), Kristín Hafdís Ottesen (Götusmiðjan), Børre Gjersvik (Country Director Herbalife Nordic Countries). Þeir sem ekki er merktir sérstaklega eru Sjálfstæðir dreifingaraðilar og "International Presidents Team Members" í Herbalife

Götusmiðjan hefur verið valin eftir mikla skoðun stjórnar Herbalife Family Foundation í höfuðstöðvunum í Los Angeles í þetta samstarf og mun þetta þýða umtalsverða fjármuni til reksturs smiðjunnar á næstu árum í formi fastra árlegra greiðslna og uppbyggingar við heimilið.

Með framlaginu er stutt við það starfs sem nú er í Götusmiðjunni og rennir það stoðum undir stækkun og enn betri aðbúnað fyrir hennar skjólstæðinga.  Er það von CASA HERBALIFE að starfsemin muni áfram vaxa og dafna og Götusmiðjan sinni sínum skjólstæðingum vel, aðstoði við heilbrigðan lífsstíl og að sem flest draumaverkefni eins og upptökuver, tómstundaherbergi og annað uppbyggjandi verði að veruleika. 

hhb_733963.jpgHerbalife Family Foundation rekur nú yfir 36 CASA HERBALIFE um heiminn í dag og verður CASA HERBALIFE á Íslandi það fyrsta á Norðurlöndum. 

Götusmiðjan er þakklát fyrir þakklát og stolt af þessum stuðningi CASA HERBALIFE og einmitt núna kemur þessi stuðnignur á hárréttum tíma og ekki slæmt að tengjast þessum gjöfula sjóð fjármuna sem safnað er á heimsvísu.  Gæti ekki komið á betri tíma. 

Upplýsingar um Casa Herbalife er að finna inná herbalifefamilyfoundation.org

Fleiri myndir frá afhendingu styrksins frá því föstudaginn eru á þessari slóð.

Vefur Götusmiðjunnar er á http://www.gotusmidjan.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það er mér sönn ánægja að gerast bloggvinur ykkar þið vinnið frábært starf, takk fyrir að vera til.

Með bestu kveðju.

Hallgrímur Guðmundsson.

Hallgrímur Guðmundsson, 22.11.2008 kl. 11:30

2 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Tek undir með Hallgrími

ÞJÓÐARSÁLIN, 22.11.2008 kl. 11:53

3 Smámynd: Götusmiðjan

Takk fyrir góðar kveðjur drengir...   Það er hvatning í ykkar orðum.  Kv Við hjá Götusmiðjunni

Götusmiðjan, 22.11.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband