Laugardagur, 22. nóvember 2008
Frá krökkunum í tónlistarsmiðjunni
Í Götusmiðjunni er rekin margvísleg starfsemi. Eins og má sjá á vefsvæði smiðjunnar byggir meðferðin m.a. á s.k. "smiðjum". Smiðjurnar eru 4: hestasmiðja, listasmiðja, mótorsmiðja, tónlistarsmiðja og tölvusmiðja.
Krakkarnir í listasmiðjunni takast á við margvísleg verkefni; málningu, tónlist, skrif og fleira. Tónlistarhópurinn var að senda frá sér nýtt lag sem heitir Það er líf. Lagið er eftir einn af skjólstæðingum Götusmiðjunnar og einnig textinn.
Lagið er samið, flutt og hljóðritað í Götusmiðjunni nú í nóvember. Söngvararnir eru nú þegar í meðferð í Götusmiðjunni og verður ekki greint frá nafni þeirra að svo stöddu. Allir aðrir sem að laginu koma; hljóðfæraleikarar, upptökufólk og aðrir sem lögðu hönd á plóg eru núverandi eða fyrrverandi skjólstæðingar
Öllum er frjálst að hlaða niður laginu til eigin nota. Smellið á slóðina hér að neðan til að ná í "Það er líf" - samið, sungið og tekið upp í Götusmiðjunni
Athugasemdir
Frábært lag!!! Þið eruð svo flott!! Já eða flottust!! Nei, nei auðvitað LANGFLOTTUST!!!!
Jóhanna Snævarsd (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 15:08
Flott lag og magnaður texti..... flottir einstaklingar á ferð... haldið áfram að vaxa og dafna...til hamingju með styrkinn.
Kristín Snorradóttir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 22:31
Flott lag hjá ykkur. Frábært starf í Götusmiðjunni.
Gangi ykkur vel í lífinu.
Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 14:26
Glæsilegt!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 17:59
Flott lag Fólk;) keep up good work:D
Atli Þór (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 13:17
Jahá...hvað skal segja....er eiginlega orðlaus....þetta er hrikalega flott hjá ykkur og verð ég að viðurkenna gæsahúð og glitrandi augu.....þið eruð cool
Bjarni Bjarkan (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 22:41
Þetta er alveg stór glæsilegt hjá krökkunum! :)
Binnan, 27.11.2008 kl. 15:50
jesús minn ég fékk gæsahúð þegar ragga söng, þetta er geðveikt lag:) ég hlusta á það daglega, þetta lag hjalpar mer geðveikt mikið i minum bata
þórey hrund (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.