Sunnudagur, 30. nóvember 2008
Þakklæti er góð tilfinning...
En það er akkúrat sú tilfinnig sem er búin að vera ráðandi hjá mér eftir að Götusmiðjan var valin af Casa Herbalife sem styrkþegi. Kvöldið okkar á Grand hótel þar sem fjöldi listamanna tróðu upp var í einu orði frábært. Herbalife á Íslandi stóð fyrir því og lætur Götusmiðjuna njóta góðs af hagnaði miðasölu.
Önnur rós í hnappagat Herbalife bæði fyrir snilldar skipulag og skemmtilega stemmingu. Þeir listamenn sem komu fram Dr. Mister, Erpur, Sign, Raggi Bjarna og Þorgeir, Friðrik Ómar og Stefán Hilmars kunna þetta og stemmingin eftir því góð.
Þegar samstarfstyrkurinn var afhentur Götusmiðjunni fékk ég gamla skjólstæðinga sem eru að fóta sig í lífinu upp á svið með mér. Þar sem ég stóð á sviðinu með krökkunum mínum var ég að rifna úr stolti þegar ég tók við samstarfstyrknum fyrir hönd þeirra ungmenna sem eiga eftir að njóta hans.
Fyrir hönd nema og starfsfólks Götusmiðjunnar segi ég takk fyrir stuðninginn og hlakka til samstarfs með þessu frábæra fólki sem gera Herbalife.
Takk, takk
Kveðja Mummi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.