Sunnudagur, 14. desember 2008
Verndarengill Götusmiðjunnar í jólapakkann
Götusmiðjan hefur nú hafið sölu á Verndarenglinum, líkt og gert hefur verið s.l. ár. Verndarengill Götusmiðjunnar er seldur í minningu þeirra sem hafa lotið í lægra haldi í baráttunni við vímuefnin.
Verndarengillinn kemur í fallegri gjafaöskju sem er unnin og sett saman af nemum Götusmiðjunnar en allt andvirði af sölu engilsins rennur óskiptur til starfseminnar og til áframhaldandi uppbyggingar á aðstöðu fyrir unglinga sem eiga ekki í nein önnur hús að venda. Verndarengillinn kostar 1.250 krónur. Verndarengillinn er lítið handgert skart úr tini sem hannaður er með það fyrir augum að hann fari vel sem næla. Mummi í Götusmiðjunni bjó sjálfur til engilinn og bræddi með nemum úr smiðjunni, til þess eins að afla tekna fyrir starfsemi Götusmiðjunnar.
Láttu Engil fylgja jólapakkanum! Verndarengill Götusmiðjunnar er skemmtileg viðbót í jólapakkann. Um leið og þú gefur fallega gjöf styrkir þú gott málefni og tryggir áframhaldandi uppbyggingu Götusmiðjunnar.
Verndarengillinn kostar 1.250 krónur.
Smelltu hér ef þú vilt styrkja Götusmiðjuna eða hér ef þú vilt kaupa Verndarengil
Götusmiðja hóf í dag auglýsingaherferð á Facebook, sem nú nær til um 100.000 einstaklinga á landinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.